Tuesday, February 23, 2010

Mummatipp Season 8

Þá er komið að næsta seasoni af Mummatippi. Teknar verða 14 umferðir þar sem fyrsta umferð fer fram 27. feb. og síðasta 29. maí. Það ætti að vera komið nokkuð gott veður í maí/júni til að geta haldið uppgjör úti, eða allavega annarstaðar en í þreytta þreytta Sofiegaarden kjallaranum.
Excel fæll mun halda utan um seðlana okkar og fara yfir þá en ykkur hefur verið boðið að prufa og skoða fælinn hér. www.docs.google.com Mummatipp_8 (login með gmail account), þar getur hver og einn breytt sínu sheeti. Hægt er að tippa margar umferðir fram í tímann (án þess að vita leikina) ef menn eru á leið til útlanda eða vita að þeir geta ekki betur. Passa þarf að maður tippi í rétta umferð, sú umferð með réttri dagsettningu.
Aðal breytingar á reglum eru að engar tvítryggingar eru leyfðar og engin refsing er fyrir að gleyma að tippa (engin trekt). Refsning fyrir að fá 0-1 réttan fyrir tippaðan seðil er áfram gildandi.
Ég reyni að senda út påmindelse póst í hverri viku þar sem Gullit er alveg viss á að enginn tippi vegna nýs kerfis og engra refsinga.

Reglubálkur Mummatipps Season 8

Tipptímabilið eru næstu 14 laugardagsseðlar getrauna 1x2, þar sem 12 bestu gilda. Tippað verður á þann seðil jafnvel þó landsleikjafrí séu. Engar trí- eða þrítryggingar eru leyfðar.

Þátttökugjald eru tvær kippur af bjór, önnur kippan er lúxusbjór* og hin er eitthvað sem þið drekkið dagsdaglega.

12 bestu leikvikurnar eru skráðar, tvær léilegustu tippin eru strokuð út. Ef að tveir eða fleiri leikmenn skilja jafnir er farið í hæstu tölur. Þ.e.a.s. sá sem að skoraði hærri tölur á tímabilinu, ef ennþá jafnt þá næst hæstu o.s.frv. Ekki ósvipað og í Eurovision. Ef að leikmenn eru jafnir eftir það er pottnum skipt.
Í lok tímabils verður haldið tipparapartý þar sem verðlaunum verður útdeilt. Verðlaunasæti eru eftirfarandi (getur breyst eftir þátttöku, stjórnin ákveður): 3.sæti: 10 % (tekur restar). 2.sæti: 20 % (velur annar). 1.sæti: 70 % (velur fyrst). Skammarverðlaun (síðasta sæti): Þarf að drekka tvo Bacardi Breezer og einn bjór að eigin vali úr trekt í partýinu. Bjórinn er tekinn á undan Breezernum til að hita sig upp.

Bónusregla Mumma í Byrginu virkar þannig:
Ef að leikmaður fær 10 rétta skulda allir honum 1 lúksusbjór.
Ef að leikmaður fær 11 rétta skulda allir 2 lúksusbjóra.
Ef að leikmaður fær 12 rétta skulda allir 3 lúksusbjóra.
Ef að leikmaður fær 13 rétta skulda allir 13 lúksusbjóra.

Aukareglur:
Ef leikmaður fær núll rétta fyrir einhverja umferð, gefið að hann hafi tippað á alla leiki umferðarinnar og á réttum tíma, verður sá leikmaður að drekka 2 stk. bjór úr trekt í uppgjörspartíi.
Ef leikmaður fær einn réttan fyrir einhverja umferð, gefið að hann hafi tippað á alla leiki umferðarinnar og á réttum tíma, verður sá leikmaður að drekka 1 stk. bjór úr trekt í uppgjörspartíi.


* Skilgreining á lúksusbjór: Bjór sem þú myndir koma með á bjórsmökkunarkvöld án þess að skammast þín fyrir hann. Ekki pilsner (Steini), ekki Tuborg og ekki Carlsberg. Ein kippa er 6 stk, stærðin á bjórnum skiptir ekki öllu máli. Treystum á almenna skynsemi í þessu.

Friday, February 19, 2010

Prufukeyrsla á nýju Mummatippskerfi

Prufukeyrsla á nýju Mummatippskerfi
Fyrir næstu keppni á að nota Excel skjal hjá google til að halda utan um tippið og fara yfir seðlana.
Þið finnið skjalið hér: www.docs.google.com og skjalið heitir Mummatipp_8
Það er best að nota Firefox til að opna skjalið, Explorer sýnir illa nöfnin á sheet-unum.
Það er einungis prufu tipp næstu helgi 19. feb en þið megið endilega tippa til að hita upp fyrir næsta tímabil. Annars tognið þið í fyrstu umferð.